TÍMARNIR OKKAR

Hér er stutt lýsing á þeim þrem prógrömmum sem við bjóðum upp á:

Í Hreysti101 tímunum er áhersla lögð á lyftingar (ólympískar og kraftlyftingar), fimleikaæfingar og úthaldsæfingar. Notast er við lyftingarstangir og lóð, ketilbjöllur, handlóð, bolta, sippubönd, róðravélar, hjól o.s.frv. Hreysti101 er fullkomið fyrir orkuboltann sem þarf útrás og er til í allan skalann af æfingum. Hver tími er ein klukkustund.

Í Þrek101 tímunum er mikil áhersla lögð á æfingar þar sem þú vinnur með þína eigin líkamsþyngd, fimleikaæfingar, úthaldsæfingar og styrktaræfingar. Mikill sviti og gleði. Mikið er notast við ketilbjöllur, handlóð, bolta, sippubönd, róðravélar, hjól o.s.frv. Í Þrek 101 eru engar æfingar með lyftingastöngum og eru tímarnir því tilvaldir fyrir þá sem vilja prófa sig áfram í ketibjöllu og handlóðaæfingum. Hver tími er ein klukkustund.

Styrkur101 er fyrst og fremst áhersla lögð á alhliða styrk! Réttstöðulyftur, hnébeygjur, pressur og tog í ólíku formi er aðal undirstaðan í þessum tímum. Hver tími er ein klukkustund.

Algengur misskilningur er að maður sé ekki í nógu góðu formi til þess að fara á æfingu, en málið er að maður fer á æfingu til þess að komast í gott form.

© Crossfit Ægir 2017