HVAÐ ER CROSSFIT?

CrossFit er fjölbreytt og skemmtileg þjálfun fyrir alla. CrossFit er æfingakerfi sem er gert með það í huga að allir geti tekið þátt, óháð reynslu, færni eða formi og tileinki sér sportið sem lífsstíl en ekki átak.

CrossFit æfingarnar eru síbreytilegar og byggja að mestu upp á fjölbreyttum hagnýtum hreyfingunum, sem við notum öll í lífinu sbr. að ýta, toga, lyfta, hlaupa og hnébeygjum - og eru þær hreyfingar framkvæmdar í ýmis konar útfærslum en oftast af mikilli ákefð. CrossFit æfingarnar geta verið frá tveimur mínútum upp í eina klukkustund og allt þar á milli en þú veist aldrei hvaða æfing er daginn eftir fyrr en hún birtist kl 20:00 kvöldið áður.

CrossFit æfingarnar eru þannig uppbyggðar að hinn nýi iðkandi gerir sömu æfingu og hinn þaulvani CrossFitari, bara með mismunandi þyngdir og af mismunandi ákefð.

CrossFit virkar þannig að það er ein æfing (WOD - Workout Of the Day) á dag og getur þú mætt á fyrirfram ákveðnum tímum (sjá tímatöflu) eftir því hvenær þér hentar. Það er þjálfari í hverju einasta WODi sem stjórnar upphitun, æfingunni sjálfri og passar að allir séu að beita sér rétt á æfingunni.

Það komast mest 20 manns í WOD hjá CrossFit Ægi og þarf að frátaka pláss áður en mætt er en hægt er að frátaka pláss frá sólarhring áður en WODið hefst þar til mínútu áður. Pláss er frátekið með appi sem heitir Wodify og fá iðkendur okkar aðgang og kennslu í Wodify á grunnnámskeiði. Wodify heldur einnig utan um allan árangur hvers iðkanda. 

Hvað hefur Crossfit fram yfir aðra líkamsrækt?

Ef þú ert orðin/n þreytt/ur á sama ræktarprógramminu eða langar að mæta í skemmtilega hóptíma með kraftmiklu og jákvæðu umhverfi, og æfa undir leiðsögn faglegra þjálfara, þá er CrossFit fyrir þig. CrossFit eykur styrk, úthald, liðleika og þol. Þjálfararnir hjá okkur leggja sig fram við að kenna öllum iðkendum rétta líkamsbeitingu og að ná markmiðum sínum.
Hjá okkur starfa metnaðarfullir þjálfarar sem allir eiga það sameiginlegt að hafa trú á CrossFit sem æfingakerfi og hafa hlotið þjálfun sem CrossFit þjálfarar. 

Þú þarft ekki að vera í góðu formi til að byrja en þú þarft að byrja til að komast í þitt besta form. Að komast í gott líkamlegt form og viðhalda því er eilífðar er verkefni, verkefni sem er skemmtilegra ef þú gerir það í góðum hópi í jákvæðu andrúmslofti. 

Við munum aðstoða þig og leiðbeina hvert skref í för þinni að bættri líkamlegri heilsu og hreysti.

 

Er satt að það sé mikil meiðslahætta í CrossFit?

Eins og í daglegu lífi eða íþróttum er alltaf hætta á meiðslum. Þjálfarar okkar hafa gengið í gegnum bestu þjálfun sem völ er á til þess að tryggja öryggi þitt. Við fylgjumst náið með tækni til að tryggja að meiðsli verði í lágmarki.

 

Hverju ætti ég að búast við eftir fyrsta CrossFit tímann minn?

Það er vitað mál að CrossFit er erfitt fyrir alla. Það mun taka tíma að laga sig að þessari tegund þjálfunar. Þú munt finna fyrir harðsperrum og þú munt finna fyrir þreytu. Það tekur tíma að koma líkamanum í gott form og á meðan á maður að hafa gaman.

 

Þarf ég að æfa CrossFit á hverjum degi?

Þú mátt æfa eins oft og þú vilt og treystir þér til. Við reynum að haga æfingunum þannig að unnið er með mismunandi vöðvahópa á degi hverjum. Við vitum að það getur verið erfitt að æfa alla daga en við hvetjum þig til að reyna. Við bjóðum einnig upp á laugardagsæfingar sem gera þér kleift að bæta upp ef þú missir úr dag í vikunni.

 

Þarf ég að læra æfingatæknina sjálf/ur?

Það eru alltaf þjálfari/þjálfarar í hverjum tima til að fara yfir líkamsþjálfunina, kenna hreyfingar og tryggja öryggi!

 

Hvaða búnað þarf ég?

Íþróttaföt, vatnsflaska, jákvæðni, löngun til að svitna og vinna hörðum höndum - við munum veita restina!

Ef ég er meidd/ur get ég samt tekið þátt í CrossFit tímum?

Algjörlega! Þú getur alltaf komið og fengið leiðbeiningar hjá þjálfaranum um hvernig þú getur hagrætt æfingunni til að geta tekið þátt.

CrossFit fyrir ALLA

Erfiðleikastig æfinganna fer eftir hverjum og einum, hvort sem um er að ræða þyngdir, magn eða ákefð. Afreksíþróttafólk og byrjendur æfa hlið við hlið og gera sömu æfingar. Eini munurinn eru þyngdir og hraði. Það eina sem þú þarft að gera er að mæta og gera þitt besta.  

TIL ÞESS AÐ ÆFA CROSSFIT ÞARF AÐ HAFA LOKIÐ GRUNNNÁMSKEIÐI Í CROSSFIT

© Crossfit Ægir 2017