UM OKKUR

Hugmyndin um að opna CrossFit box á Akranesi vaknaði á haustmánuðum 2016 þar sem okkur fannst vanta crossfitstöð á Akranesi. Mikil vinna hófst strax við leit að húsnæði sem hentaði starfseminni en í mars 2017 fannst húsnæði sem varð til þess að Crossfit Ægir opnaði á Vesturgötu 119 þann 11. september 2017.

Við eigendurnir eigum það sameiginlegt að hafa mikla ástríðu fyrir CrossFit viljum endilega deila boðskapnum og fá fleiri í lið með okkur. Við stefnum að því með opnun CrossFit Ægi að skapa umhverfi fyrir iðkendur til að njóta þess að æfa, á sínum hraða í skemmtilegum félagsskap. Það að opna crossfitstöð er nýtt fyrir okkur en vonumst við til að skapa skemmtilegt samfélag með fólki sem hefur gaman af krefjandi æfingum undir leiðsögn menntaðra þjálfara.

 

Verið velkomin í CrossFit Ægi.

EIGENDUR

Gunnar Smári Jónbjörnsson

Sími 849 6966

Netfang crossfitaegir@crossfitaegir.is

Eigandi

Jóhann Örn Jónbjörnsson

Sími 866 6522

Netfang crossfitaegir@crossfitaegir.is

Eigandi

Sunnefa Burgess

Sími 690 5305

Netfang crossfitaegir@crossfitaegir.is

Eigandi

AÐSTAÐAN

CrossFit Ægir er staðsett í húsnæði að Vesturgötu 119.

​Húsið er 189fm og sjálfur æfingasalurinn 149fm.
Karla og kvennaklefi er á staðnum með sturtu.

© Crossfit Ægir 2017